Melissa Johns
Kaupa Í körfu
Ísland er í tíunda sæti á lista yfir þau lönd þar sem auðveldast er að stunda viðskipti, samkvæmt skýrslu Alþjóðabankans, Doing Business. Í fyrra var Ísland í ellefta sæti en eftir lagabreytingar, sem taka gildi í nóvember, mun réttarstaða fjárfesta hér á landi batna og við það hækkaði Ísland um eitt sæti á listanum. Melissa Johns, sérfræðingur hjá Alþjóðabankanum, er einn 35 starfsmanna bankans sem vinna Doing Business-skýrsluna, en skýrslan hefur verið gefin út árlega undanfarin fimm ár. Hún segir að styrkleikar Íslands felist í einföldu reglugerðaumhverfi og litlu skrifræði. Mjög auðvelt sé að stofna hér fyrirtæki og það taki skamman tíma miðað við það sem gerist í mörgum öðrum löndum. "Það tekur að meðaltali einungis um fimm daga að stofna hér fyrirtæki, en í öðrum OECD-ríkjum er meðaltalið um 15 dagar. Þá er kostnaður tengdur fyrirtækjaskráningu mun minni á Íslandi en að meðaltali í OECD-ríkjunum," segir Johns. MYNDATEXTI Melissa Johns segir Ísland skara fram úr varðandi hversu auðvelt sé fyrir fyrirtæki að leita réttar síns.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir