Melissa Johns

Melissa Johns

Kaupa Í körfu

Ísland er í tíunda sæti á lista yfir þau lönd þar sem auðveldast er að stunda viðskipti, samkvæmt skýrslu Alþjóðabankans, Doing Business. Í fyrra var Ísland í ellefta sæti en eftir lagabreytingar, sem taka gildi í nóvember, mun réttarstaða fjárfesta hér á landi batna og við það hækkaði Ísland um eitt sæti á listanum. Melissa Johns, sérfræðingur hjá Alþjóðabankanum, er einn 35 starfsmanna bankans sem vinna Doing Business-skýrsluna, en skýrslan hefur verið gefin út árlega undanfarin fimm ár. Hún segir að styrkleikar Íslands felist í einföldu reglugerðaumhverfi og litlu skrifræði. Mjög auðvelt sé að stofna hér fyrirtæki og það taki skamman tíma miðað við það sem gerist í mörgum öðrum löndum. "Það tekur að meðaltali einungis um fimm daga að stofna hér fyrirtæki, en í öðrum OECD-ríkjum er meðaltalið um 15 dagar. Þá er kostnaður tengdur fyrirtækjaskráningu mun minni á Íslandi en að meðaltali í OECD-ríkjunum," segir Johns. MYNDATEXTI Melissa Johns segir Ísland skara fram úr varðandi hversu auðvelt sé fyrir fyrirtæki að leita réttar síns.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar