Innlit

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Innlit

Kaupa Í körfu

Nýjungar og naumhyggja setja svip sinn á æði mörg heimili um þessar mundir. Þau eru þó einnig mörg húsin sem eiga sér sögu og ekki eru allir tilbúnir að henda henni á haugana. Anna Sigríður Einarsdóttir heimsótti fjölskyldu sem ber virðingu fyrir fortíðinni. Afi minn, Gísli Halldórsson arkitekt, byggði húsið fyrir fjölskyldu sína sem flutti hingað inn 1953. Við keyptum húsið síðan af honum í janúar á þessu ári," segir Margrét Leifsdóttir arkitekt hjá Skipulagssviði Reykjavíkurborgar og vísar blaðamanni og ljósmyndara upp veglegan viðarstiga, sem líkt og svo margt annað á þessu skemmtilega heimili á Tómasarhaganum er hluti upprunalegu innréttingarinnar. MYNDATEXTI Upprunalega parketið er eins og nýtt eftir að hafa verið pússað upp. Það var ætlað í skipsgólf, en Gísli hafði aðrar hugmyndir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar