Síðasta umferðin

Sigurður Jónsson

Síðasta umferðin

Kaupa Í körfu

Selfoss | "Þetta er góður félagsskapur og það breytir miklu að koma hér og fá félagsskap," sagði ein kvennanna í prjónahópnum "Síðasta umferðin" en það er hópur kvenna sem hittist á Selfossi á mánudögum frá kl.13 til 16 í húsi Rauðakrossdeildarinnar í Árnessýslu. Hópurinn verður með basar og selur fallegar hannyrðavörur á góðu verði í opnu húsi á Eyravegi 23, Selfossi, í dag, laugardag, frá kl. 11 til 18 og rennur ágóðinn til hjálparstarfs Rauða krossins. MYNDATEXTI Síðasta umferðin Ragnheiður Ágústsdóttir er fremst á myndinni með Palla málara, hinar konurnar eru helmingur prjónahópsins "Síðasta umferðin", f.v.: Halldóra Ármannsdóttir, Alda Andrésdóttir, Guðrún Lísa Óskarsdóttir, Þórdís Frímannsdóttir, Oddný Þorkelsdóttir, Guðrún Einarsdóttir og Jónína Guðmundsdóttir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar