Búmenn

Helgi Bjarnason

Búmenn

Kaupa Í körfu

.Vogar | Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra lagði í gær hornstein að svonefndu stórheimili Búmanna í Vogum. Verkefnið hefur það markmið að skapa nýjan valkost fyrir eldra fólk, þar sem boðið verður upp á ýmiss konar þjónustu. Húsnæðissamvinnufélagið Búmenn byggir íbúðir fyrir fimmtuga og eldri og selur og leigir búseturétt. Búmenn eiga nú á fimmta hundrað íbúðir í þrettán sveitarfélögum. Stjórn Búmanna hefur á undanförnum árum unnið að því að útvíkka starfsemina og koma upp þjónustu við eldri félagsmenn. Að sögn Daníels Hafsteinssonar framkvæmdastjóra hefur verið leitað leiða til að sinna fólki sem vill búa í eigin íbúð en hefur þörf fyrir visst öryggi og nánd við þjónustu. Hefur hugmyndin fengið vinnuheitið "heimilisvernd" í umræðu meðal Búmanna, og húsin verið nefnd "stórheimili". MYNDATEXTI Stórheimili Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra múrar hornstein í vegg þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara í Vogum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar