SKÍ til Akureyrar

Skapti Hallgrímsson

SKÍ til Akureyrar

Kaupa Í körfu

ÞAU sögulegu tímamót urðu í gær að höfuðstöðvar Skíðasambands Íslands voru fluttar til Akureyrar. SKÍ er þar með fyrsta sérsambandið innan ÍSÍ sem hefur höfuðstöðvar sínar utan höfuðborgarinnar. Akureyrarbær leggur Skíðasambandinu til húsnæðið að Glerárgötu 26, þar sem SKÍ verður í sambýli við Íþróttabandalag Akureyrar – en skrifstofa þess flyst nú úr Íþróttahöllinni – og Íþróttasambandið sjálft, en sviðsstjóri fræðslusviðs ÍSÍ er með aðsetur á Akureyri. MYNDATEXTI Skíðafrétt Daníel Jakobsson, formaður SKÍ, við opnun skrifstofunnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar