Snæfell - Keflavík

Snæfell - Keflavík

Kaupa Í körfu

Fyrsti heimaleikur Snæfells á þessar leiktíð bauð upp á góða skemmtun fyrir áhorfendur, miklar sveiflur og svo háspennu í lokin. Keflavík náði 23 stiga forystu í fyrri hálfleik en það var eins og liðin hefðu haft hamskipti á milli hálfleikja. Sá fyrri var eign gestanna en sá síðari heimamanna. Í lok venjulegs leiktíma var staðan 99:99, eftir að Hlynur Bæringsson nýtti ekki tvö vítaskot. Það varð því að grípa til framlengingar og þar höfðu gestirnir úr Keflavík betur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar