Giljaskóli

Skapti Hallgrímsson

Giljaskóli

Kaupa Í körfu

Á FUNDI formanna aðildarfélaga Fimleikasambandsins (FSÍ) með stjórn og framkvæmdastjóra um síðustu helgi var bókuð ósk forráðamanna Fimleikafélags Akureyrar um að Íslandsmótið í áhaldafimleikum færi fram í nýju fimleikahúsi við Giljaskóla á Akureyri árið 2010 og var hugmyndinni vel tekið. Í frétt á heimasíðu Fimleikafélagsins segir að formleg beiðni um að halda Íslandsmótið verði tekin fyrir á stjórnarfundi FSÍ fljótlega. "Það verður þá í fyrsta skiptið sem Íslandsmót í áhaldafimleikum fer fram annarstaðar en á höfuðborgarsvæðinu." MYNDATEXTI Fimleikar Giljaskóli í Glerárhverfi; fimleikahúsið á að rísa þar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar