Flóð á Suðurlandi

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Flóð á Suðurlandi

Kaupa Í körfu

Flóð færist í aukana Bændur í uppsveitum Árnessýslu urðu margir að forða fé og hrossum undan vatnsflóðum í gær og þótt dregið hafi úr rigningu síðdegis má búast við að flóðið í Hvítá færist enn í aukana í dag. Rennsli í Hvítá í gær nam um tvöföldu meðalrennsli. Mikið hafði bæst í ána á hálendinu og að sögn Odds Sigurðssonar, jarðfræðings hjá Orkustofnun, mun það vatnsmagn ekki skila sér til niður í byggð fyrr en í dag. Vatnsborð Hvítár og síðan Ölfusár mun því enn hækka. Flóðið er þó mun minna en flóðið í fyrravetur. Vatnavaxtanna gætti einna helst við Auðsholt þar sem þessi mynd er tekin, en bændur þar urðu m.a. að smala 400 ám á öruggara svæði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar