Ísland - Ungverjaland

Ísland - Ungverjaland

Kaupa Í körfu

ÞESSI leikur var skelfilegur af okkar hálfu, sérstaklega í sóknarleiknum fyrstu 20 mínúturnar í síðari hálfleik. Þá var leikur okkar í raun fyrir neðan allar hellur," sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik, eftir sex marka tap fyrir Ungverjum, 17:23, í Laugardalshöll í gærkvöldi. Þetta var fyrri landsleikur þjóðanna en hin síðari verður á Ásvöllum í Hafnarfirði klukkan 14 í dag. Alfreð var skiljanlega mjög óhress með framgöngu íslenska landsliðsins í leiknum sem hefur ekki leikið verr í háa herrans tíð. MYNDATEXTI Dæmigerð mynd fyrir leik íslenska landsliðsins gegn Ungverjum í Laugardalshöll í gærkvöld. Birkir Ívar Guðmundsson situr á gólfinu og kemur engum vörnum en boltinn liggur í netinu fyrir aftan hann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar