Ísland - Ungverjaland

Ísland - Ungverjaland

Kaupa Í körfu

ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik karla lék í gærkvöldi einhvern þann slakasta leik sem það hefur leikið í manna minnum þegar það mætti frískum Ungverjum í Laugardalshöll. Það var nær aldrei nein glóra í sóknarleiknum og reyndustu menn liðsins voru á tíðum eins og byrjendur. Fór svo að Ungverjar unnu auðveldan sex marka sigur, 23:17, og mega leikmenn íslenska landsliðsins teljast heppnir að sleppa við að þola stærri skell. Ungverjar voru marki yfir í hálfleik, 10:9. MYNDATEXTIErfitt Jóhann Gunnar Einarsson lyftir sér yfir ungversku vörnina í Laugardalshöllinni í gær en þeir Heimir Örn Árnason og Róbert Gunnarsson eru við öllu búnir. Sóknarleikur íslenska liðsins gekk afar illa sem sést best á því að Íslendingar skoruðu aðeins 17 mörk í leiknum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar