Pétur Georg Markan í æskulýðsstarfi

Pétur Georg Markan í æskulýðsstarfi

Kaupa Í körfu

PÉTUR Georg Markan, leikmaður úrvalsdeildarliðs Fjölnis í knattspyrnu, nýtur vinsælda í æskulýðsstarfi kirkjunnar. Börnin njóta þess að fá að vera undir hans leiðsögn og þá sérstaklega fermingarbörn sem þekkja vel til knattspyrnuhetjunnar. Hann telur það jákvætt að þekkt fólk í þjóðfélaginu annist æskulýðsstarf hjá kirkjunni. Það veki ef til vill áhuga á starfi kirkjunnar auk þess að vekja athygli á því að fólk sem starfar innan kirkjunnar sinni ýmsum öðrum spennandi verkefnum. "Maður reynir að skilja námið eftir áður en gengið er út á völlinn til að drepa ekki strákana úr leiðindum," segir Pétur en honum er ekki kunnugt um hvort hann hafi haft bein áhrif á trúarlíf félaga sinna í Fjölni. Eins og kunnugt er vann Fjölnir sér rétt til að leika í úrvalsdeild síðastliðið sumar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar