Alþingi 2007

Alþingi 2007

Kaupa Í körfu

GUÐLAUGUR Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra, sem alla jafna er vanur félagsskap samstarfsráðherra sinna í ríkisstjórn, var einn í sætaröð ráðherra í þingsal Alþingis í gær þegar ljósmyndari leit þar inn. Ástæðan er sú að meirihluti ráðherra er á þingi Norðurlandaráðs í Osló, sem hófst í gær, og forsætisráðherra sótti fund norrænu forsætisráðherranna með forsætisráðherrum Eistlands, Lettlands og Litháens. Guðlaugur var af þeim sökum starfandi forsætisráðherra en í dag tekur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra við forsæti ríkisstjórnarinnar. Það kom í hlut þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra og Kristjáns L. Möller samgönguráðherra að halda uppi merkjum Samfylkingarinnar í ríkisstjórn, enda sömu sögu að segja af flokkssystkinum þeirra í ríkisstjórn. Fimm varamenn tóku sæti á Alþingi í gær: Dögg Pálsdóttir, Erla Ósk Ásgeirsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Guðný Helga Björnsdóttir og Róbert Marshall

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar