Evheniy Zhabkovskiy

Sverrir Vilhelmsson

Evheniy Zhabkovskiy

Kaupa Í körfu

SÖFNUNIN "Jól í skókassa" fer nú fram í fjórða skipti hér á landi. Tilgangur hennar er að gleðja og bæta hag bágstaddra barna í Úkraínu. Söfnunin er liður í alþjóðlegu verkefni sem felst í því að fá jafnt börn og fullorðna til að gleðja börn sem búa við sjúkdóma, fátækt og aðra erfiðleika. Það er hópur fólks innan KFUM og KFUK sem stendur á bak við "Jól í skókassa". Fyrsta árið, 2004, söfnuðust rúmlega 500 jólakassar en í fyrra voru sendir til Úkraínu tæplega 5.000 kassar og er vonast til að þeir verði enn fleiri í ár. Þörfin er mikil því í Úkraínu búa um 50 milljónir manna og margir við bág kjör. Gjöfunum verður dreift í Kirovograd og héraðinu þar í kring en þar er allt að 80% atvinnuleysi og mikil örbirgð. Einnig í höfuðborginni Kiev og víðar. Aðallega munaðarleysingjar Aðalskipuleggjandi dreifingar jólagjafanna er faðir Evheniy Zhabkovskiy sem er prestur í rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni en KFUM og KFUK starfa m.a. innan hennar í Úkraínu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar