Haukar - HK

Brynjar Gauti

Haukar - HK

Kaupa Í körfu

HAUKAR mjökuðu sér upp í annað sæti úrvalsdeildar karla í handknattleik með öruggum sigri á döprum leikmönnum HK, 26:23, á Ásvöllum í gærkvöldi, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 16:14. Sterkur varnarleikur fleytti Haukum áfram að þessu sinni gegn mæðulegum leikmönnum HK sem virtust vera með hugann við eitthvað allt annað en leikinn lengst af. Í hinum leik deildarinnar í gærkvöldi vann Akureyri níu marka sigur á ÍBV, 35:26, í Vestmannaeyjum. MYNDATEXTI Freyr Brynjarsson f´ro á kostum með Haukum er þeir unnu HK 26-23.....

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar