Maraþonbiblíulestur
Kaupa Í körfu
GÓÐ MÆTING var á biblíumaraþon æskulýðsfélags Digraneskirkju sem lauk klukkan fimm síðdegis í gær. Krakkarnir höfðu þá lesið upp úr nýrri þýðingu biblíunnar í sólarhring í því skyni að safna áheitum fyrir ferð til Prag. Félagið færði sér tæknina í nyt og var upplesturinn sýndur beint á netinu. Að sögn Gunnars Sigurjónssonar, sóknarprests í Digraneskirkju, eru krakkarnir hugmyndaríkir og félagið öflugt. Þeir eru á ýmsum aldri, allt upp í 10. bekk grunnskóla. Hann blæs aðspurður á gagnrýni á nýju þýðinguna, segir hana "tæra snilld". Gagnrýnin sé ekki fagleg, til dæmis sé bókstafleg þýðing á orðinu bræður í upphafi þriðja kafla Kórintubréfs systkin. Við upphaf kristindómsins hafi aðeins karlar verið ávarpaðir í kirkjum en það síðan breyst. Því sé réttara að tala um systkin.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir