Lögreglan vaktar Fáfni

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Lögreglan vaktar Fáfni

Kaupa Í körfu

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu hafði eftirlit með félagsheimili mótorhjólaklúbbsins Fáfnis í miðbæ Reykjavíkur á laugardagskvöld í framhaldi umfangsmikillar aðgerðir gegn komu Vítisengla til landsins sem hugðust mæta í 11 ára afmæli Fáfnis. Vítisenglarnir fengu ekki að fara inn í landið og voru sendir heim. Sjálfir eiga þeir 50 ára afmæli á næsta ári en samtökin voru stofnuð árið 1948 í Bandaríkjunum og eru nú starfrækt víða um heim. Við félagsheimili Fáfnis var lítið um að vera og þurfti lögregla ekki að grípa til aðgerða. Á Keflavíkurflugvelli var áfram haft aukið landamæraeftirlit en fleiri Vítisenglar létu ekki sjá sig.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar