Eygló og hundaranir

Sverrir Vilhelmsson

Eygló og hundaranir

Kaupa Í körfu

Þeir eru miklir félagar og halda að þeir séu miklu stærri en þeir eru enda eru stórir hundar skíthræddir við þá. Það er þeim nóg að sýna svipinn og þá lúffa þeir stóru fyrir þessum ljúflingum. Það má því segja að þeir eigi sér stóran hug í litlum búk. Í þeim blundar líka mikið varðhundaeðli og það er algjörlega hægt að treysta þeim fyrir að láta vita af gestum, boðnum jafnt sem óboðnum," segir Eygló Þorgeirsdóttir, níu ára nemandi í Vatnsendaskóla, sem hefur alla tíð vanist því að hafa hunda og hesta í kringum sig. Fjórir ferfætlingar hlaupa um Foreldrar Eyglóar, þau Klara Hafsteinsdóttir og Þorgeir Björgvinsson, hafa verið í hestamennsku undanfarin átján ár, en fengu sér fyrst hund á heimilið eftir að þau fluttu í einbýlishús árið 1995. Og nú eru fjórir ferfætlingar á heimilinu, einn rakki og þrjár tíkur, sem heita Þór, Destený, Fantasía og Mirra. Allir eru þeir af hundakyninu Yorkshire Terrier nema hún Mirra, sem er af Griffon-kyni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar