Kárahnjúkavirkjun

Steinunn Ásmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun

Kaupa Í körfu

FYRSTA aflvél Kárahnjúkavirkjunar af sex var gangsett með vatni úr Hálslóni á mánudag. Landsvirkjun gerði í upphafi ráð fyrir að álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði fengi rafmagn af fyrstu vél 1. apríl sl., næsta vél yrði gangsett 1. júní og svo koll af kolli og skeikar því upphaf raforkuframleiðslu virkjunarinnar sjö mánuðum. Álverið hefur fengið 100MW af landsnetinu frá því í apríl. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var í samningum Landsvirkjunar og Alcoa Fjarðaáls gert ráð fyrir að full raforkuafhending af fimm vélum næðist 1. október en það tekst í lok þessa mánaðar ef að líkum lætur, tveimur mánuðum síðar en ætlað var. Sjötta vél virkjunarinnar verður varaaflsvél og keyrð með vatni í janúar á næsta ári. MYNDATEXTI Bygging Kárahnjúkavirkjunar hefur verið kapphlaup við tímann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar