Ásdís Þórhallsdóttir og Þóra Björk Smith
Kaupa Í körfu
SAMKVÆMT lögum þurfa lesbísk pör, sem eignast barn með tæknifrjóvgun, að skila undirritaðri yfirlýsingu til Þjóðskrár þar sem komi fram að þær báðar samþykki að sú móðir sem ekki elur barnið sé kjörmóðir þess. Ekki má fyrr kenna barnið við báðar mæður sínar. Séu foreldrarnir sem fara í tæknifrjóvgunina hins vegar gagnkynhneigðir er engrar yfirlýsingar þörf. Staða lesbískra para sem fara í tæknifrjóvgun er því sú sama og hjá konum sem eignast barn og eru ekki í hjúskap eða skráðri sambúð. Þau börn eru kennd við þær en mæðurnar geta kennt þau við föður við feðrun samkvæmt barnalögum. Gjaldtakan mistök "Á þetta virkilega að vera svona eða eiga allir að njóta sannmælis? Hver gefur börnum nafn, eru það foreldrarnir, eða Þjóðskrá?" spyr Ásdís Þórhallsdóttir, en hún og maki hennar, Þóra Björk Smith, eignuðust son síðsumars. Létu þær skrá nafn hans, Sigþór Elías Smith, í Þjóðskrá, en drengurinn er þar engu að síður skráður Ásdísarson. Þær fengu síðar þær upplýsingar hjá Þjóðskrá, eftir að hafa leitað eftir því sjálfar, að þær þyrftu að skrifa undir yfirlýsingu um að Þóra Björk væri kjörmóðir Sigþórs áður en hægt væri að kenna hann við hana. Var þeim sagt að fyrir það þyrfti að greiða 4.400 kr. Ástæðan var sögð "líffræðilegur ómöguleiki". MYNDATEXTI Sigþór Elías Smith kom í heiminn síðsumars
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir