Svartur fugl í Hafnarfjarðarleikhúsinu

Sverrir Vilhelmsson

Svartur fugl í Hafnarfjarðarleikhúsinu

Kaupa Í körfu

UMRÆÐUR verða eftir sýningu á Svörtum fugli í Hafnarfjarðarleikhúsinu annað kvöld. Rætt verður um verkið og þær spurningar sem vakna hjá áhorfendum um það viðkvæma málefni sem verkið fjallar um, forboðið samband fertugs manns og 12 ára gamallar stúlku. Katrín Jakobsdóttir stjórnar umræðum og munu Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, Sigríður Björnsdóttir frá Blátt áfram og Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir lögfræðingur taka þátt í umræðunum ásamt leikurum og leikstjóra. MYNDATEXTI Pálmi Gestsson leikur í verkinu

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar