Eldsvoði / Grettisgata
Kaupa Í körfu
LÖGREGLURANNSÓKN á eldsvoðanum við Grettisgötu 61 aðfaranótt fimmtudags leiddi ekki til staðfestingar á eldsupptökum í gær, en málið er áfram í rannsókn. Lögreglan tjáir sig ekki um hvort grunur sé um íkveikju. Húsið hafði verið gert upp að utanverðu og endurbætur hafnar að innanverðu. Enginn var innandyra þegar eldurinn kom upp. Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út og var miðhæð hússins alelda þegar að var komið. Mikinn reyk lagði frá húsinu og voru íbúar í nálægum húsum látnir rýma heimili sín til öryggis. Fjórir reykkafarar voru sendir inn í húsið og náðu fljótlega tökum á eldinum. Húsið var að hluta til einangrað með sagi frá eldri tíð en risið hafði verið einangrað með gifsi og segir varðstjóri hjá slökkviliðinu að sú ráðstöfun hafi sannað gildi sitt sem eldtefjandi einangrun. Miðhæð hússins er mikið skemmd en slökkviliðið telur að ytra byrðið hafi bjargast sem og stoðvirki hússins.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir