Dagur Jónsson

Dagur Jónsson

Kaupa Í körfu

Hjá flestum fjölskyldum eru bílakaup þau viðskipti sem krefjast næstmestra fjárútláta á eftir fasteignakaupum og því er sérlega mikilvægt að þar sé rétt staðið að bæði kaupum og sölu. Í kjölfar nýrra laga sem tóku gildi árið 1994, sem skyldar alla þá sem reka bílasölu með notaða bíla að hafa lokið tilsettu löggildingarnámi fyrir bifreiðasala, hefur landslagið á markaði notaðra bifreiða gjörbreyst til hins betra, bæði fyrir fagaðila innan geirans og neytendur. Blaðamaður ræddi við þá Dag Jónasson sölustjóra notaðra bíla hjá Ingvari Helgasyni og Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra FÍB, en þeir sitja í prófnefnd bifreiðasala ásamt Vilhjálmi Bjarnasyni, formanni nefndarinnar MYNDATEXTI Dagur Jónasson sölustjóri notaðra bíla hjá Ingvari Helgasyni. "Þegar til viðskipta er stofnað af heilindum þá verða ekki þessir agnúar sem stundum fylgdu hér áður fyrr", segir Dagur sem hefur mikla reynslu af sölu notaðra bíla. "Það græða allir á þessu umhverfi."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar