Hreindýr snarað á Grænlandi

Sigurður Aðalsteinsson

Hreindýr snarað á Grænlandi

Kaupa Í körfu

NÚ á haustdögum var slátrað um 1.100 hreindýrum úr hjörð Stefáns Hrafns Magnússonar sem býr með hreindýr í Isortoq á Grænlandi. Þar hefur Stefán reist fullkomið sláturhús með Evrópuviðurkenningu. Hreindýrunum var smalað saman nú í október úr sumarhögunum á þyrlu inn í sláturhagana, sem eru afgirtir. Þaðan eru dýrin rekin eftir hendinni, oft 200 til 300 inn í réttina. Þar eru tarfarnir eru teknir úr, snaraðir með lassó, heftir, markaðir og síðan dregnir út úr réttinni og þeim sleppt, vegna þess að ekki er hægt lóga törfum þetta seint vegna brundbragðs sem kemur í tarfana á fengitímanum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar