Arnar Eggert og Einar Bárðarson

Arnar Eggert og Einar Bárðarson

Kaupa Í körfu

"ÞETTA er ekki ævisaga," segir Arnar Eggert Thoroddsen, blaðamaður og nú rithöfundur, um bók sína Öll trixin í bókinni sem fjallar um Einar Bárðarson og kemur út fyrir jólin. "Þetta er maður sem hefur verið að vinna mikið í tónlistarbransanum og hefur staðið í umboðsmannabrölti og er ákveðinn brautryðjandi á því sviði. Það er verið að fara yfir þann feril og tiltaka hvað hann hefur lært af þessu brölti sínu. Um leið er hann að miðla reynslu sinni þannig að bókin virkar sem einskonar sjálfshjálparbók fyrir bransafólk og reyndar bara fólk almennt – þetta er bók um hvernig fólk á að höndla sigra og sorgir. Svo er þetta líka frábær heimild um íslenska dægurmenningu síðustu sjö, átta ár." MYNDATEXTI Félagar "Við hittumst reglulega og tókum góða fundi. Fórum nokkrum sinnum í hádegismat, til dæmis á Ask eða á kaffihús á Selfossi, Kaffi Krús," segir Arnar um fundi hans og Einars.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar