Ólafur Sveinn Jóhannesson

Halldór Sveinbjörnsson

Ólafur Sveinn Jóhannesson

Kaupa Í körfu

"ÉG FANN fyrir miklum krafti hjá þeim sem töluðu á ráðstefnunni," segir Ólafur Sveinn Jóhannesson, einn aðalhvatamaður vetrarþingsins. Ólafur segir tilganginn með þinginu hafa verið að reyna að opna umræðuna um framtíð atvinnulífs á Vestfjörðum enda hafi hún ekki verið aðgengileg. "Það vill oft loða við okkur, hvort sem við erum á Vestfjörðum eða í Reykjavík, að við pirrum okkur á hlutum sem við sjáum að eru í vændum og eru í umræðunni en við þorum kannski ekki að tala um það. Þetta hafa aðallega verið sveitarstjórnarmenn og embættismenn sem hafa fjallað um atvinnumál á Vestfjörðum og kannski ekki í víðum skilningi," segir Ólafur og bætir við að lítið hafi verið talað um fólkið sem hefur verið sjálft á kafi í atvinnulífinu. Hann hafi því viljað kalla það saman til að ræða ímynd Vestfarða og finna sameiginleg markmið til að stefna að. "Við getum ekki setið hjá. Þess vegna eigum við að gefa þeim sem síður koma fram í fjölmiðlum tækifæri til að tjá sig um framtíð Vestfjarða, því að framtíð Vestfjarða er einfaldlega þeirra." Ólafur er sjálfur brottfluttur Vestfirðingur en engu að síður harður á því að Vestfirðir séu einn magnaðasti staður í heimi. "Ég mun alltaf vera Vestfirðingur og ég mun alltaf vinna fyrir Vestfirði. Og Vestfirðir eru mitt framtíðarland," segir Ólafur Sveinn og bætir við aðspurður að framtíðarlandið hans byggist á arðbærum og vistvænum sjónarmiðum þar sem atvinnuvegurinn byggist í kringum samfélagið en samfélagið ekki í kringum eina hugmynd um atvinnulíf. "Ég hef ekki trú á að lausnin sé að setja niður einhverja verksmiðju sem bjargi málunum," segir Ólafur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar