Fornminjadagur Þjóðminjasafnsins

Fornminjadagur Þjóðminjasafnsins

Kaupa Í körfu

GUÐFINNA Björt Þórdísardóttir, sex ára, hlaut í gær fundarlaun frá Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði. Guðfinna fann öxi þegar hún var í útilegu ásamt móður sinni, Þórdísi Guðbjartsdóttur, fyrir tveimur árum í Þjórsárdal. Þórdís fór með öxina á fornminjadag Þjóðminjasafnsins fyrir skömmu og brá í brún þegar fornleifafræðingarnir mátu öxina frá 11. eða 12. öld. Guðfinna fékk þjóðbúningadúkku og súkkulaði að launum og saman fengu mæðgurnar veglega bókargjöf frá þjóðminjaverði. Guðfinna er staðráðin í að verða fornleifafræðingur þegar hún verður stór. MYNDATEXTI: Glaðar Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Guðfinna Björk Þórdísardóttir og Þórdís Guðbjartsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar