Listdansæfing Skautafélags Reykjavíkur

Listdansæfing Skautafélags Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

Einbeitingin skín úr hreyfingum Bríetar, Helgu Bjarkar og Heiðbjartar þegar þær æfa sig af kappi á ísnum. Enda mikið í húfi þar sem Norðurlandamót í listhlaupi á skautum verður haldið á Íslandi í febrúar á næsta ári. Stelpurnar eru í Skautafélagi Reykjavíkur og keppa í Novice-flokki, sem er flokkur unglinga upp í 14 ára, og eiga allar möguleika á að keppa á Norðurlandamótinu. Íslendingar geta sent þrjá skautara í þessum flokki og er keppnin hörð þar sem fjórtán stúlkur keppa um þau sæti. Þarna eru sannkallaðar prinsessur á ferð og af tilburðunum að dæma er viðbúið að þær séu skautadrottningar framtíðarinnar

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar