N1 deildin
Kaupa Í körfu
PAVLA Nevarilova, línumaður Fram, var valin besti leikmaður fyrstu átta umferða 1. deildar kvenna, N1 deildarinnar í handknattleik, en upplýst var um var um kjörið í gær. Nevarilova var jafnframt talin besti línumaður fyrsta þriðjungs deildarkeppninnar sem nú er að baki. Stjarnan á þrjá leikmenn í úrvalsliðinu, Valur tvo, Haukar og Fram einn leikmanna hvort lið. Þá var Einar Jónsson, þjálfari Fram, valinn besti þjálfarinn en lið hans hefur komið mörgum á óvart til þessa en það er í öðru sæti, aðeins einu stigi á eftir Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Eftirtaldir leikmenn eru í liði fyrstu átta umferða N1 deildar kvenna, markvörður: Florentina Grecu, Stjörnunni, línumaður: Pavla Nevarilova, Fram, vinstra horn: Dagný Skúladóttir, Val, hægra horn: Hanna G. Stefánsdóttir, Haukum, vinstri skytta: Alina Petrache, Stjörnunni, hægri skytta: Eva Barna, Val, miðjumaður: Rakel Dögg Bragadóttir, Stjörnunni, þjálfari: Einar Jónsson, Fram, besta umgjörð leikja: Fylkir MYNDATEXTI Verðlaunahafar fyrsta þriðjungs Íslandsmóts kvenna ásamt Guðmundi Ingvarssyni, formanni HSÍ, Ingunni Sveinsdóttur, framkvæmdarstjóri neytendasviðs N1, Gunnari Kristinssyni frá Fylki og Sigurjóni Péturssyni varaformanni HSÍ.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir