Húfur

Húfur

Kaupa Í körfu

Nú þegar vetur konungur er genginn í garð með sínu ótrúlega hlýindaskeiði er ekki úr vegi að taka mark á veðurspám undanfarið sem eru alltaf að reyna að segja að veður fari kólnandi. Þá er um að gera að draga fram úr skúffum fylgihlutina og dúða sig til að verjast frostinu, enda verður manni kalt alls staðar ef manni verður kalt á höfðinu eða höndunum. Og ekki má gleyma að minna á að gífurlegt hitatap á sér stað ef engin er húfan á höfðinu í kuldanum. MYNDATEXTI Herðaskjól Gamla góða lopapeysumunstrið heldur velli í axlarhitandi slá frá Rammagerðinni. Húfan hvíta frá Útilífi ætti ekki að bregðast í frosti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar