Íslenskuverðlaun / Dagur íslenskrar tungu
Kaupa Í körfu
FYRST þegar ég kom fannst mér íslenskan mjög erfið, en svo gekk bara vel, segir Uros Rudinac. Hann er frá Serbíu en hefur búið á Íslandi í fjögur ár og talar íslensku afburða vel. Uros, sem er í 8. bekk Fellaskóla er í hópi hátt í hundrað barna á öllum stigum grunnskóla sem voru heiðruð í Borgarleikhúsinu í gær fyrir margvísleg afrek tengd íslenskri tungu. Þá afhenti menntaráð Reykjavíkurborgar í fyrsta sinn íslenskuverðlaun sem eiga að verða fastur liður á Degi íslenskrar tungu í framtíðinni. Vigdís Finnbogadóttir, sem er verndari verðlaunanna, flutti ávarp við upphaf athafnarinnar. Meðal afreka verðlaunahafanna má nefna framfarir í íslensku sem öðru tungumáli, ljóðagerð, skapandi skrif, upplestur, lesskilning og margt fleira. MYNDATEXTI Verðlaun Jolina Camille Cagatin, sem er frá Filippseyjum og hefur búið hér á landi í 2 ár, hlaut verðlaun fyrir framfarir í íslensku sem öðru máli.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir