VMA

Kristján Kristjánsson

VMA

Kaupa Í körfu

HALDIÐ var upp á það í gær í Verkmenntaskólanum á Akureyri að 25 ár voru síðan málmsmíðadeild skólans flutti úr þröngu húsnæði við Glerárgötu í nýbyggt og rúmgott húsnæði á Eyrarlandsholti. Málmsmíðadeildin var fyrsta deild skólans sem flutti í hið nýja hús á Eyrarlandsholti, en byggingarsaga skólans hefur verið óslitin síðan öll þessi 25 ár og enn stendur til að stækka húsnæðið. Fjöldi fólks sótti VMA heim í gær í tilefni dagsins, en boðið var til fagnaðar síðdegis. Hákon Hákonarson, formaður Félags málmiðnaðarmanna, mætti færandi hendi í samkvæmið með tvær girnilegar tertur sem þeir fá sér hér sneið af, Ingólfur Sverrisson frá Samtökum iðnaðarins, til vinstri, og Baldvin Ringsted, kennslustjóri tæknissviðs VMA.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar