Breiðablik - FSU

Brynjar Gauti

Breiðablik - FSU

Kaupa Í körfu

BREIÐABLIK vann stórsigur á FSu í toppslag liðanna í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Bæði lið voru ósigruð eftir fimm leiki en í gær voru það Blikar sem unnu fínan sigur, 105:89 og eru taplausir á toppnum. FSu byrjaði betur og var 30:27 yfir eftir fyrsta leikhluta og mikið gekk á og mikið skorað. FSu vann næsta leikhluta 22:16 og var 52:43 yfir í leikhléi. Eftir hlé lokuðu heimamenn vörninni og skoruðu grimmt og unnu leikhlutann með 20 stiga mun, 33:13 og lögðu þar með grunninn að sigrinum. Kristján Sigurðsson var stigahæstur Blika með 31 stig, Sævar Sævarsson gerði 24 og þeir Nemanja Sovic og Tony Cornett voru með 14 stig hvor. Hjá FSu var Matthew Hammer atkvæðamestur með 19 stig, Emil Jóhannsson gerði 14 og Árni Ragnarsson12 MYNDATEXTI Blikinn Kristján Sigurðsson reynir hér skot að körfu FSu í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar