Snert hörpu mína

Skapti Hallgrímsson

Snert hörpu mína

Kaupa Í körfu

FÓLK gerir sér sennilega ekki grein fyrir því í dag, en Davíð var langvinsælasti rithöfundurinn á Íslandi á fimmta og sjötta áratugnum. Bækur hans voru seldar miklu, miklu meira en nokkurra annarra manna; jafnvel Halldór Laxness komst ekki í hálfkvisti við Davíð. Bækur Davíðs seldust meira að segja í stærra upplagi en gerðist á Norðurlöndunum og jafnvel víðar,“ sagði Friðrik G. Olgeirsson, sagnfræðingur og rithöfundur, í samtali við Morgunblaðið í Davíðshúsi á Akureyri í gær. Hann kynnti þá nýútkomna ævisögu sína um skáldið frá Fagraskógi. Bókin ber nafnið Snert hörpu mína, eftir upphafsorðum þekkts ljóðs skáldsins. MYNDATEXTI Davíð líkaði ekki herlegheitin í Sovétríkjunum og var aldrei fyrirgefið að vilja ekki breiða út fagnaðarerindið, segir Friðrik G. Olgeirsson sem var að senda frá sér ævisögu skáldsins frá Fagraskógi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar