Sænautasel á Jökuldalsheiði
Kaupa Í körfu
Jökuldalsheiði | Á dögum myrkurs á Austurlandi var einn af mörgum og fjölbreyttum dagskrárliðum sviðaveisla hjá Lilju Óladóttur, húsráðanda í Sænautaseli. Fimmtíu og tveir, börn og fullorðnir, komu þar saman til snæðings á sunnudagskvöld og hófu leika á myrkragöngu um næsta nágrenni og hlýddu á sögur Eyþórs Guðmundssonar úr Jökuldalsheiðinni. Var því næst farið inn í hlýjuna og sest að langborði hrokuðu af sviðum, löppum, hangiketi, bjúgum, slátri, ávaxtagraut og fleira góðmeti í anda heiðarbúa. Undir borðum var lesið upp úr Sjálfstæðu fólki Halldórs Kiljans Laxness og sagðar mergjaðar draugasögur af heiðinni. Þetta er í fimmta sinn sem Lilja býður heim á Dögum myrkurs. Fyrst kom einn gestur en nú er fullt út úr dyrum. Sænautasel er endurgert heiðarbýli þar sem búið var nær samfellt frá árinu 1843 til 1943. MYNDATEXTI Myrkramatur Gestir í Sænautaseli gæddu sér á sviðahausum og löppum undir römmum draugasögum og Bjarti í Sumarhúsum Laxness.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir