Margt býr í þokunni

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Margt býr í þokunni

Kaupa Í körfu

ÞEGAR þokan ræður ríkjum verður allt umhverfið dularfullt. Við Tjörnina í Reykjavík leitar fólk gjarnan anda og leitast við að bæta eigin anda og líðan. Húsin brosa við umferðinni en sýnast pínulítið draugaleg þar sem þau speglast í spegilsléttri Tjörninni, fullviss um að þrátt fyrir allt standist þau stolt tímans tönn og verði á sínum stað þegar næstu kynslóðir ganga þar framhjá...Kolsvört lauflaus trén virðast leita einhvers eða eru þau ef til vill farin að bíða jólaljósanna sem þau vita að farin eru að loga víða?

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar