Kristján Guy Burgess
Kaupa Í körfu
Þegar Kristján Guy Burgess sneri aftur heim til Íslands var hann fullur hugmynda um hvernig hann gæti nýtt sér þá þekkingu og reynslu sem hann öðlaðist í framhaldsnámi sínu erlendis. Hann fann ekki farveg fyrir sín hugðarefni fyrstu misserin heima á Íslandi en svo tók hann stökkið, sagði skilið við fjölmiðlana og stofnaði Alþjóðaver, sem á ensku ber heitið Global Center, með það fyrir augum að veita ráðgjöf og sinna verkefnaþróun í alþjóðasamvinnu. Hugmyndin hefur gengið rækilega upp, Kristján segist fyrir nokkru vera búinn að sprengja það þriggja ára plan sem hann setti sér í hittiðfyrra og hann segir vonir standa til að innan fárra missera geti á vegum Alþjóðavers verið nokkrir menn sem vinni að verkefnum úti um allan heim. Kristján er kannski þekktastur fyrir fjölmiðlastörf sín því að hann starfaði hjá Ríkisútvarpinu árin 1999-2002. Hluta þess tíma var hann raunar fréttaritari útvarpsins í London en hann lagði þar stund á nám í alþjóðastjórnmálum og alþjóðalögum og fór svo í framhaldinu og nam við háskóla Sameinuðu þjóðanna á Kosta Ríka. MYNDATEXTI Kristján Guy Burgess Ég sótti mér framhaldsmenntun til að geta starfað á alþjóðavísu.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir