Aron Egilsson / Eftirréttir

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Aron Egilsson / Eftirréttir

Kaupa Í körfu

Velgengni hefur fylgt íslenskum nemum við MK sem tekið hafa þátt í alþjóðlegum nemakeppnum í ferðafræðum og eftirréttagerð. Jóhanna Ingvarsdóttir forvitnaðist um nýafstaðna keppni og bragðaði á eftirréttum í formi listaverka. Íslensku nemarnir tveir úr Menntaskólanum í Kópavogi stóðu sig vel í árlegri nemakeppni Evrópusamtaka hótel- og ferðamálaskóla sem haldin var í ferðamannabænum Jesolo, nærri Feneyjum, í liðnum mánuði. Nemakeppnin er liðakeppni þar sem saman koma þátttakendur frá ólíkum löndum sem síðan spreyta sig á verkefnum tengdum áherslusviðum þeirra í námi. Íslenski bakaraneminn Aron Egilsson keppti í eftirréttagerð ásamt fulltrúum frá Tyrklandi og Ítalíu í liði og Tinna Hrund Gunnarsdóttir, nemi á ferðalínu MK, hreppti gullverðlaun í keppni í ferðafræðum ásamt fulltrúum frá Hollandi og Svíþjóð. MYNDATEXTI Eftirréttirnir Súkkulaðihindberjakakan og bananamús með vanillu créme brulée

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar