Sigrún Eldjárn í Gerðubergi

Sigrún Eldjárn í Gerðubergi

Kaupa Í körfu

VIÐ erum búin að vera að smíða bíl með torfþaki og eldflaug og alla þessa hluti sem Sigrún hefur búið til í sögunum. Það er svo gaman að sjá þetta svona í alvörunni, segir Una Stígsdóttir sem er ásamt Anik Todd sýningarstjóri Allt í plati í Gerðubergi. Þar hafa þau endurskapað ævintýraveröldina sem birtist í barnabókum Sigrúnar Eldjárn og ætla að opna hana fyrir gestum klukkan fjögur í dag. Fyrir opnunina stendur Gerðuberg fyrir ritþingi um verk Sigrúnar og hefst það klukkan hálf tvö. MYNDATEXTI Torfþak Málfríður keyrir um á bíl með torfþaki og hefur lagt honum fyrir utan sýninguna. Inni eru fleiri forvitnilegir gripir úr hennar eigu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar