Minningarstofa

Skapti Hallgrímsson

Minningarstofa

Kaupa Í körfu

Hvar skyldi vera að finna andann og orðfærið í þeirri rómantísku lýsingu á Íslandi sem blasir við í formála Fjölnis? Að sjálfsögðu í ljóðum Jónasar. Þar er hún bundin í stuðla, höfuðstafi og rím, ef svo ber undir. Skoðum það nánar. Fjölnir hefst á ljóði Jónasar, Ísland,1835. Þar er talað um farsældarfrón og hagsælda hrímhvíta móður. Þar er að vísu ekkert talað um að himinn sé heiður og fagur, heldur: heiður og blár. Þar er jafnframt talað um að fornmenn hafi reist sér byggðir og bú „í blómguðu dalanna skauti“. En það eru einmitt þessir dalir sem lýst er í formálanum; þessir grænu dalir. MYNDATEXTI Nýyrði Jónasar Í minningarstofu um Jónas Hallgrímsson á Hrauni í Öxnadal. Hin fjölmörgu nýyrði Jónasar hafa verið greipt í kassa í stofunni. Þá er talað um „skrautbúin skip fyrir landi“, þ.e. eigin skip, „færandi varninginn heim“.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar