Hr Ísland

(C) MOTIV-MYND, Jón Svavarsson

Hr Ísland

Kaupa Í körfu

ÁGÚST Örn Guðmundsson bar sigur úr býtum í keppninni um titilinn Herra Ísland sem fram fór á Broadway síðastliðið miðvikudagskvöld. Eins og fram kom í 24 stundum sagðist Ágúst Örn hálfpartinn hafa verið plataður til að taka þátt í keppninni Herra Norðurland á Akureyri, sem hann síðan vann. Ágúst er 19 ára og frá Kópaskeri. Hann stundar nám við Menntaskólann á Akureyri þar sem hann er á síðasta ári á félagsfræðibraut. Í öðru sæti í keppninni varð Georg Alexander Valgeirsson, 27 ára gamall Reykvíkingur en Matthías Örn Friðriksson, 21 árs Akureyringur, hreppti þriðja sætið. MYNDATEXTI Georg Alexander Valgeirsson, Ágúst Örn Guðmundsson og Matthías Örn Friðriksson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar