Veður á Hellisheiði

Veður á Hellisheiði

Kaupa Í körfu

ENGINN slasaðist í þremur bílveltum sem urðu með stuttu millibili í umdæmi lögreglunnar á Selfossi síðdegis í gær. Öll urðu slysin við Biskupstungnabraut og segir lögregla talið að þau megi rekja til hálku. Hálka er einnig talin meginorsök áreksturs sem varð í Draugahlíðarbrekku, skammt ofan við Litlu kaffistofuna, en eins og sjá má á meðfylgjandi mynd var töluverð snjókoma á Hellisheiði í gærdag. Engin meiðsli urðu á fólki í árekstrinum sem var allharður en bílarnir skemmdust mikið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar