Ljósin tendruð á jólatrénu við Miðbakka

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ljósin tendruð á jólatrénu við Miðbakka

Kaupa Í körfu

SENDIHERRA Þýskalands á Íslandi, Karl-Ulrich Müller, afhenti Hamborgartréð á Miðbakka í fertugasta og annað sinn á laugardaginn. Tréð er þakklætisvottur til íslenskra sjómanna sem færðu stríðshrjáðum börnum í Hamborg matargjafir eftir síðari heimsstyrjöldina. Skólakór Kársnesskóla söng jólalög undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur þegar ljósin voru tendruð. Að athöfninni lokinni var boðið upp á heitt súkkulaði og góðgæti í Listasafni Reykjavíkur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar