Ásta Svavarsdóttir
Kaupa Í körfu
Ásta Svavarsdóttir fæddist í Reykjavík 1955. Hún lauk BA-prófi í íslensku og frönsku frá Háskóla Íslands 1981 og Cand.Mag.-prófi í íslenskri málfræði frá sama skóla 1987. Hún hefur starfað hjá Orðabók Háskólans frá 1990 og er nú rannsóknardósent á orðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ásta er gift Tómasi R. Einarssyni tónlistarmanni og eiga þau þrjár dætur. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum stendur, í samstarfi við Snorrastofu, fyrir málþingi í Reykholti 1. desember næstkomandi. Yfirskrift málþingsins er Arfur og endurnýjun: Hvað býr í íslenskum orðaforða? Ásta Svavarsdóttir er einn af skipuleggjendum málþingsins: Árlega er haldið málþing í tengslum við útgáfu tímaritsins Orð og tunga sem gefið er út á stofnuninni. Að þessu sinni er málþingið tileinkað minningu Jakobs Benediktssonar, fyrsta forstöðumanns Orðabókarinnar, sem hefði orðið hundrað ára í sumar, og er dagskráin óvenjuvegleg af því tilefni, segir Ásta.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir