Hljómsveitin Super Mama Djombo

Friðrik Tryggvason

Hljómsveitin Super Mama Djombo

Kaupa Í körfu

SUPER Mama Djombo, sem er hljómsveit frá Gíneu-Bissá í Vestur-Afríku, heimsótti Hraunvallaskóla í Hafnarfirði í gærmorgun. Nemendur grunnskólans og elstu nemendur leikskólans, sem eru alls á fimmta hundraðið, fjölmenntu á sal og skemmtu sér konunglega við afríska hrynjandi og framandi tóna sem lýstu upp hauströkkrið í Hafnarfirði. Guðrún Sturlaugsdóttir aðstoðarskólastjóri sagði að stemmingin hefði verið mjög góð og börnin tekið virkan þátt með söng og dansi. Hljómsveitin kenndi börnunum m.a. lag sem börn í heimalandi hennar syngja gjarnan. Þetta var bara yndislegt, sagði Guðrún um tónleika afrísku hljómsveitarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar