Thomas Adés

Sverrir Vilhelmsson

Thomas Adés

Kaupa Í körfu

Hann er strákslegur, í gallabuxum og mittisjakka, með bláa íþróttatösku vínyl. Það sem upp úr töskunni stendur, þar sem rennilásinn endar, gæti virst vera skaft á badmintonspaða. Það er spurning hvort það sé ekki talsverð íþrótt að vera hljómsveitarstjóri. Prikið er tónsproti, og maðurinn er Thomas Adés, eitt vinsælasta og eftirsóttasta tónskáld dagsins í dag, mikilsháttar hljómsveitarstjóri og konsertpíanisti. Það er óhætt að fullyrða að Thomas Adés njóti einhvers konar stjörnustærðar, og það er sjaldgæft meðal tónskálda í dag. Slíkt hefur varla gerst síðan um 1990, þegar Skotinn James MacMillan lagði tónlistarheiminn að fótum sér með Játningum Isobel Gowdie.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar