Védís Hervör tónleikar

Védís Hervör tónleikar

Kaupa Í körfu

VÉDÍS Hervör Árnadóttir hélt úgáfutónleika í Austurbæ á miðvikudagskvöldið þar sem hún flutti lög af nýútkomnum geisladiski sínum A Beautiful Life Recovery Project. Védísi til halds og trausts var hljómsveit skipuð nokkrum af okkar færustu tónlistarmönnum og má þar meðal annars nefna Sigtrygg Baldursson trommara, Ómar Guðjónsson gítarleikara, Róbert Þórhallsson bassaleikara og Þórhall Bergmann hljómborðsleikara. Eins og venja er á útgáfutónleikum var mikil stemning í Austurbæ þegar Védís flutti lög af plötunni og óskandi að fleiri tónlistarmenn nýttu þennan stóra og fína sal til tónleikahalds. MYNDATEXTI Gítarhetja Ómar Guðjónsson sýndi fingrafimi sína á tónleikunum. *** Local Caption *** Ómar Guðjónsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar