Anna og Edda búa til gómsætar matargjafir

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Anna og Edda búa til gómsætar matargjafir

Kaupa Í körfu

Enn er nægur tími til að undirbúa sitt hvað fyrir jólin, enda aðventan framundan með öllum sínum töfrum. Þá er um að gera að safna saman fjölskyldu, vinum og kunningjum bæði til að gera eitthvað skemmtilegt saman og eða til þess eins að njóta samverunnar við kertaljós og kræsingar. Það er einmitt það sem þær Anna B. Þorsteinsdóttir og Edda Kristín Hauksdóttir hafa gert undanfarin ár. Það sem meira er, þessar samverustundir þeirra hafa gefið af sér gleði og gómsætar gjafir vinum þeirra til handa um jólin. MYNDATEXTI Nú er kominn tími til að gæða sér á fersku sushi eftir að hafa soðið sultu, búið til paté og sultað rauðlauk. Anna og Edda eru ánægðar og ætla að njóta aðventunnar vel.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar