Lögreglan kannar ástand ökumanna á Sæbraut

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Lögreglan kannar ástand ökumanna á Sæbraut

Kaupa Í körfu

BÍLSTJÓRAR geta átt von á okkur hvar og hvenær sem er,“ segir Árni Friðleifsson, varðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hún hóf í gærkvöldi sérstakt átak gegn ölvunarakstri sem standa mun til áramóta. Átakið hófst á Sæbrautinni þar sem allir bílar á vesturleið voru stöðvaðir og bílstjórar beðnir að blása í blöðru. Ungu stúlkurnar á myndinni voru auðvitað með allt sitt á hreinu. Að sögn Árna tóku ökumenn þessu vel og ljóst var að þeir voru ánægðir með aukið eftirlit. Segir hann markmið átaksins vera að vekja athygli á þeirri hættu sem stafar af ölvunarakstri og að hvetja fólk til almennrar varkárni í umferðinni í desemberösinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar