Undirritun HÍ

Undirritun HÍ

Kaupa Í körfu

FULLTRÚAR Háskóla Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landsbankans undirrituðu í gær yfirlýsingu um samstarf og stuðning við þróunar- og rannsóknarverkefni Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála um íbúalýðræði, félagsauð, þátttöku og lýðræðiskerfi íslenskra sveitarfélaga árin 2007-2010. Markmið verkefnisins er að leggja grunn að aukinni lýðræðislegri þátttöku með vandaðri aðferðafræði sem byggist á yfirgripsmikilli rannsókn og umræðu, segir í tilkynningu. MYNDATEXTI Standa saman Undir samninginn skrifuðu fyrir hönd Háskóla Íslands og Stofnunar stjórnsýslufræða: Ólafur Þ. Harðarson, varaforseti háskólaráðs, Gunnar Helgi Kristinsson, form. stj. Stofnunar stjórnsýslufræða, og Helga Jónsdóttir stjórnarmaður og Margrét S. Björnsdóttir forstöðumaður. F.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga: Halldór Halldórsson formaður, Þórður Skúlason frkvstj. og Anna G. Björnsdóttir, forstm. þróunarsviðs. F.h. Landsbankans: Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs, og Hermann Jónasson, frkvstj. sölu- og markaðssviðs.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar