Þyrlukaup

Sverrir Vilhelmsson

Þyrlukaup

Kaupa Í körfu

Ísland og Noregur hafa samið um kaup og rekstur á nýjum langdrægum björgunarþyrlum og verða þyrlurnar afhentar á árunum 2011-2014. BJÖRN Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og Knut Storberget, dómsmálaráðherra Noregs, skrifuðu í gær undir samkomulag um samstarf Íslands og Noregs um kaup og rekstur nýrra langdrægra björgunarþyrla í Þjóðmenningarhúsinu. Miðað er við að Ísland kaupi þrjár nýjar björgunarþyrlur og Noregur tíu til tólf þyrlur. Stefnt er að því að þær verði afhentar á árunum 2011-2014. MYNDATEXTI Samvinna Björn Bjarnason og Knut Storberget dómsmálaráðherrar við undirritun samkomulagsins í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Norðmenn kaupa tíu til tólf björgunarþyrlur samkvæmt því og Íslendingar þrjár.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar